Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 11. október 2018 11:34
Arnar Helgi Magnússon
Mónakó rekur Jardim (Staðfest) - Henry klár?
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Mónakó hefur sagt Leonardo Jardim upp störfum. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu sem gefin var út nú rétt í þessu.

Gengi Mónakó á leiktíðinni hefur verið mjög slæmt og liðið situr í fallsæti þegar níu umferðir eru búnar.

Það var tímabilið 2016/17 sem að Mónakó fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem að liðið tapaði fyrir Juventus.

Jardim hefur stýrt Mónakó síðustu fimm ár og náð frábærum árangri með liðið. Liðið varð franskur meistari árið 2017 eftir sautján ára bið.

Samkvæmt veðbönkun er Thierry Henry langlíklegasti arftaki Jardim og fjölmiðlar ytra telja að gengið verði frá þeirri ráðningu á allra næstu dögum.

„Ég hef alltaf lagt mig allan fram fyrir félagið. Við höfum unnið saman stóra sigra og ég mun ylja mér við þessar minningar alla ævi,"segir Jardim.
Athugasemdir
banner
banner
banner