Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mega fyrst tala um Ronaldo 70 árum eftir dauða hans
Ronaldo passar vel upp á einkalíf sitt.
Ronaldo passar vel upp á einkalíf sitt.
Mynd: Getty Images
Þýska tímaritið Der Spiegel hefur undanfarna daga opinberað ýmis leyndarmál úr fótboltanum.

Sjá einnig:
Infantino hjálpaði Man City og PSG að forðast stórar refsingar
Hræðilegur tölvupóstur frá háttsettum aðila hjá Man City
Mbappe vildi fá einkaþotu frá PSG

Samkvæmt þýska tímaritinu lætur Cristiano Ronaldo alla starfsmenn sína skrifa undir trúnaðarsamning.

Ronaldo vill halda einkalífi sínu fyrir sig og mega starfsmenn ekki segja neitt opinberlega um hann fyrr en 70 árum eftir dauða hans eða síðustu ættingja.

Ronaldo leikur með Juventus á Ítalíu eftir félagaskipti frá Real Madrid síðastliðið sumar. Hann ýmist talinn besti fótboltamaður sögunnar ásamt Lionel Messi.

Spiegel hefur mikið gert af fréttum um Ronaldo síðustu vikurnar vegna ásakana bandarískrar konu, Kathryn Mayorga, sem segir að Ronaldo hafi nauðgað sér í Las Vegas árið 2009.

Ronaldo neitar sök í málinu.
Athugasemdir
banner
banner