Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. janúar 2018 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Steinn í Stjörnuna (Staðfest)
Guðmundur Steinn er búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Guðmundur Steinn er búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Mynd: Stjarnan
Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna, en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu. Samningurinn gildir næstu tvö árin.

Guðmundur Steinn var í síðustu viku í viðræðum við Fylki og því koma þessi skipti nokkuð á óvart.

Hinn 28 ára gamli Guðmundur Steinn var fyrirliði Víkings Ólafsvíkur á síðasta tímabili en hann skoraði átta mörk í átján leikjum þegar liðið féll úr Pepsi-deildinni.

Hann er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær frá Ólsurum en Þorsteinn Már Ragnarsson samdi einnig við Garðarbæjarliðið.

Guðmundur Steinn er uppalinn í Val en hann hefur einnig leikið með HK, Fram og ÍBV á ferlinum auk þess sem hann var hjá Notodden í Noregi 2015 og hluta sumars 2016.

Guðmundur kemur væntanlega að einhverju leyti til með að fylla skarð Hólmberts Aron Friðjónssonar sem er á leið í atvinnumennsku. Hann er í viðræðum við Íslendingalið Álasunds í Noregi.

Stjarnan endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Stjarnan

Komnir:
Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi
Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Víkingi Ó.

Farnir:
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV
Ólafur Karl Finsen í Val
Sveinn Sigurður Jóhannesson í Val


Athugasemdir
banner
banner
banner