Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 12. nóvember 2017 15:48
Einar Kristinn Kárason
Jón Ólafur ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV (Staðfest)
Jón Ólafur Daníelsson.
Jón Ólafur Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur við undirskrift fyrr í dag, ásamt Sindra Snæ Magnússyni og Magnúsi Steindórssyni.
Jón Ólafur við undirskrift fyrr í dag, ásamt Sindra Snæ Magnússyni og Magnúsi Steindórssyni.
Mynd: Einar Kristinn Kárason
Rétt í þessu skrifaði Jón Ólafur Daníelsson undir eins árs samning við ÍBV. Hann verður aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar hjá karlaliði ÍBV næsta sumar.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV, en hann hættir nú í því hlutverki. Hann verður áfram leikmaður en er hættur sem aðstoðarþjálfari.

Jón Ólafur ræddi við við Fótbolta.net eftir undirskrift.

„Þetta byrjaði tveimur dögum fyrir fyrsta leik af nýafstöðnu tímabili. Svo kom Andri (Ólafsson) inn í þetta með okkur þegar hann þurfti að hætta að spila. Samvinnan gekk mjög vel og við náðum að vinna mjög vel saman og því var ákveðið að halda þessu samstarfi áfram," sagði Jón Ólafur við Fótbolta.net.

„Deildin var vonbrigði og einhvern veginn vorum við alltaf í einhverjum skakkaföllum og það var alltaf á brattann að sækja. En bikarkeppnin gekk vonum framar. svo náttúrulega gjörsigruðum við Akureyringa í síðasta leik og við ætlum að byggja á þessu áfram."

Eyjamenn hafa misst marga stóra pósta eftir að tímabilinu lauk, en tilkynnt var um daginn að Ágúst Leó Björnsson, ungur framherji, væri genginn til liðsins frá Stjörnunni.

„Þetta er strákur sem átti mikla framtíð fyrir sér en lenti í slæmum meiðslum, kannski þarf vel mannað lið eins og Stjarnan ekki að tefla fram svona leikmönnum. Þeir kannski þurfa að lána þessa leikmenn frá sér á meðan þeir sanna sig en við hérna í Eyjum þurfum að grípa þessi fráköst og henda þeim beint í djúpu laugina."

„Það hefur gengið vel hingað til að fá unga leikmenn sem hafa heldur betur staðið sig eins og Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson og fleiri," sagði Jón Ólafur.

„Ágúst segist ætla að koma hingað og verða Vestmannaeyingur. Síðan erum við með töluvert fleiri járn í eldinum og ef að allt gengur eftir þá ættum við að vera samkeppnishæfir á næsta tímabili."

„Við erum að vonast til að vera komnir með endanlegt lið þegar febrúar-mánuður gengur í garð."

Hvert er markmið Jóns sem þjálfara? „Markmið mitt sem þjálfari er alltaf að taka einn leik fyrir í einu og vinna hann."

Viðtalið við Jón Óla má sér hér að ofan.
Athugasemdir
banner