mán 13. maí 2019 18:40
Arnar Daði Arnarsson
Ásdís Karen lánuð í KR (Staðfest)
Ásdís Karen hefur verið lánuð í KR.
Ásdís Karen hefur verið lánuð í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið lánuð í KR frá Val í Pepsi Max-deild kvenna. Morgunblaðið greinir frá.

Ásdís sem er fædd árið 1999 er sóknarsinnaður miðjumaður en hún gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2017. Hún skoraði fjögur mörk í 14 leikjum með Val í fyrrasumar.

Hún stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkomin aftur til landsins. Ásdís Karen er uppalin í KR og þekkir því vel til í Vesturbænum.

Knatt­spyrnu­kon­an Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir hef­ur verið lánuð í KR en hún kem­ur til fé­lags­ins frá Val. Ásdís þekk­ir vel til í Vest­ur­bæn­um en hún er upp­al­inn hjá KR og á að baki 45 leiki með KR í efstu deild þar sem hún hef­ur skorað 7 mörk.

Hún á að baki yfir 30 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ásdís er í byrjunarliði KR gegn Fylki sem hefst klukkan 19:15 í kvöld. Textalýsing frá þeim leik.

Þú getur keypt Ásdísi í þitt Draumalið hér.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner