Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. maí 2019 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Elís Rafn lánaður til Fjölnis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Elís Rafn Björnsson mun leika fyrir Fjölni í sumar, hann kemur að láni frá Stjörnunni.

Elís Rafn er 26 ára miðvörður og á 75 leiki að baki í efstu deild. Hann hafði alla tíð spilað fyrir Fylki en skipti yfir í Stjörnuna síðasta haust.

Hann flutti í Garðabæinn á svipuðum tíma og Björn Berg Bryde sem hefur byrjað mótið vel að láni hjá HK.

Hægt er að reikna með að Elís Rafn geri sterkt tilkall til byrjunarliðssætis í liði Fjölnis sem er búið að fá fjögur mörk á sig í fyrstu tveimur deildarleikjum sumarsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner