Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. ágúst 2018 16:23
Elvar Geir Magnússon
David Silva hættur með spænska landsliðinu (Staðfest)
Silva í einum af 125 landsleikjum sínum fyrir Spán.
Silva í einum af 125 landsleikjum sínum fyrir Spán.
Mynd: Getty Images
David Silva, leikmaður Manchester City, hefur staðfest að hann sé hættur að leika fyrir spænska landsliðið.

Silva, sem er 32 ára, vann HM 2010 og EM 2008 og 2012 og spilaði 125 leiki fyrir Spán eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik 2006.

Hann segist vera mjög stoltur af afrekum sínum með spænska liðið og að sú ákvörðun að leggja landsliðsskóna á hilluna hafi verið ein erfiðasta ákvörðun ferilsins.

„Ég lifði og dreymdi með liði sem mun aldrei gleymast," segir Silva.

„Ég hef eytt vikum í að íhuga þetta. Landsliðið gaf mér allt og hjálpaði mér að vaxa sem leikmaður og persóna."

Síðasta laugardag tilkynnti miðvörðurinn Gerard Pique hjá Barcelona að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna, 31 árs.
Athugasemdir
banner