Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur hættur þjálfun ÍR (Staðfest)
Guðmundur Guðjónsson.
Guðmundur Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild ÍR sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þess að Guðmundur Guðjónsson muni ekki lengur þjálfa kvennalið félagsins. Ákvörðunin er sameiginleg.

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍR og Guðmundur Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Guðmundur láti af störfum sem þjálfari liðsins í Inkassodeild kvenna," segir í yfirlýsingunni.

„Ákvörðunin er sameiginleg og hefur þegar tekið gildi."

„Guðmundur tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá ÍR haustið 2015 og hefur liðið undir hans stjórn fest sig í sessi sem eitt af sterkari liðum deildarinnar. Guðmundur hefur sinnt störfum sínum hjá félaginu af miklum metnaði. Honum eru þökkuð störf sín fyrir deildina og óskað velfarnaðar í næstu verkefnum á sviði íþróttarinnar."

Engilbert Ó.H. Friðfinnsson aðstoðarþjálfari liðsins mun stjórna æfingum hjá liðinu þar til nýr þjálfari tekur við

ÍR er næst neðsta sæti Inkasso-deildar kvenna með 11 stig. Næsti leikur er gegn Hömrunum um næstu helgi en sá leikur er gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner