Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd lánar Wilson til Skotlands (Staðfest)
Mynd: Getty Images
James Wilson, framherji Manchester United, hefur gengið til liðs við skoska félagið Aberdeen á láni.

Hinn 22 ára gamli Wilson var á láni hjá Sheffield United síðari hlutann á síðasta tímabili.

Wilson er nú mættur til Skotlands þar sem hann verður í treyju númer 9 hjá Aberdeen á komandi tímabili.

Wilson hefur skorað þrjú mörk í fimmtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United á ferli sínum. Síðasti leikur hans þar var árið 2016.

„Ég vil þakka Manchester United fyrir sinn þátt í að gera þetta að veruleika," sagði Derek McInnes stjóri ABerdeen.
Athugasemdir
banner
banner