Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 13. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ulloa yfirgefur Leicester og fer til Mexíkó (Staðfest)
Leonardo Ulloa.
Leonardo Ulloa.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Leonardo Ulloa er búinn að yfirgefa herbúðir Leicester og hefur hann samið við Pachua í Mexíkó.

Ulloa skoraði 20 mörk í 101 leik fyrir Leicester eftir að hann kom frá Brighton árið 2014.

Argentínumaðurinn átti þátt í Englandsmeistaratímabili Leicester 2015/16. Hann skoraði sex mörk í 29 leikjum það tímabil. Á meðal þeirra marka sem hann skoraði það tímabil var sigurmark í 1-0 sigri á Norwich og vítaspyrnumark í uppbótartíma í 2-2 jafntefli gegn Leicester, í leik sem Leicester hafði misst mann af velli með rautt spjald.

Hinn 32 ára gamli Ulloa skoraði líka fyrsta mark Leicester í ensku úrvalsdeildinni í áratug, eftir að liðið hafði komist upp um deild árið 2014.

Á síðasta tímabili varð Ulloa seinni hlutanum á láni hjá Brighton og er hann núna farinn til Mexíkó.

Leicester byrjaði ensku úrvalsdeildina þessa leiktíðina á 2-1 tapi gegn Manchester United á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner