Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. september 2018 21:19
Magnús Már Einarsson
Lárus Orri hættir með Þór eftir tímabilið (Staðfest)
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs í Inkasso-deildinni, hefur sagt starfi sínu lausu að tímabili loknu en þetta kemur fram á vef félagsins í kvöld.

Þórsarar eru í fimmta sæti í Inkasso-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir og eiga ekki möguleika á Pepsi-deildarsæti eftir að hafa lengi vel verið í toppbaráttunni.

Þór mætir Þrótti R. á útivelli á laugardaginn áður en liðið fær Leikni R. í heimsókn í lokaumferðinni um aðra helgi. Lárus lætur af störfum eftir þann leik.

Lárus Orri er fyrrum atvinnu og landsliðsmaður en hann hefur þjálfað Þór undanfarin tvö ár. Hann var einnig þjálfari liðsins frá 2006 til 2010.

Fréttatilkynning Þórs
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks karla hefur sagt starfi sínu lausu að tímabili loknu.

Lárus hefur unnið gott starf fyrir knattspyrnudeildina þau tvö ár sem hann hefur þjálfað meistarflokk karla hjá Þór. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Lárusi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Stjórn knattspyrnudeildar Þórs
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner