Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 14. mars 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren: Ég er búinn að vera þyrstur lengi
Icelandair
Erik Hamren ræðir við fréttamenn í dag.
Erik Hamren ræðir við fréttamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi Íslands í dag.
Frá fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með hópinn og hlakka til. Mér finnst þetta sterkt lið svo ég er spenntur fyrir þessu," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýlokið við að tilkynna leikmannahópinn sem mætir Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum.

Alfreð Finnbogason var valinn í leikmannahóp Íslands að þessu sinni en hann hefur verið frá keppni með félagsliði sínu, Augsburg í Þýskalandi upp á síðkastið.

„Hann er tilbúinn og ég held að hann muni spila með Augsburg á sunnudaginn. Það hafa komin góðar fréttir frá honum síðustu vikuna. Hann hefur æft vel og líður vel. Vonandi á hann góðan leik á sunnudaginn og verður klár í slaginn þegar hann hittir landsliðshópinn á sunnudaginn."

Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading var hinsvegar ekki valinn í hópinn enda enn að glíma við meiðsli.

„Hann er með svipuð meiðsli og Alfreð í kálfanum en það varð smá bakslag í meiðslum hans. Það getur alltaf gerst. Því miður getur hann því ekki verið með í næstu viku."

Birkir Már Sævarsson leikmaður Vals er áfram eini hægri bakvörður liðsins sem er valinn í leikmannahópinn en Erik hefur ekki áhyggjur af því enda geta margir spilað stöðuna.

„Þetta vandamál hefur verið lengi og meira að segja síðan áður en ég kom. Birkir Már er frábær maður og frábær leikmaður og ennþá virkilega góður," sagði hann.

„Við erum líka með aðra leikmenn sem geta spilað stöðuna. Ég hef engar áhyggjur af því ef hann yrði ekki klár af einhverri ástæðu. Rúrik gæti spilað þetta, Ari (Freyr Skúlason) er ekki bara vinstri bakvörður því hann spilaði hægra megin gegn Belgum, Hjörtur (Hermannsson) hefur spilað hægri bakvörð áður en ég kom hingað og Gulli (Guðlaugur Victor Pálsson) getur líka spilað þarna. Við erum með leikmenn sem geta spilað þessa stöðu."

Ísland mætir Andorra á föstudaginn í næstu viku en leikið er á gervigrasvelli ytra. Hamren segir í viðtalinu hér að ofan að Andorra menn séu mjög erfiðir á þeirra heimavelli.

„Þetta verður meiri áskorun en fólk heldur, við erum undir það búnir og munum undirbúa leikmennina undir það. Við verðum að standa okkur virkilega vel, bæði fótboltalega en helst andlega, vera sterkir! Við erum með marga leikmenn sem hafa spilað lengi fyrir Ísland og eru með góða reynslu úr undankeppni EM og HM og í úrslitakeppnum. Núna þurfum við þessa reynslu og þennan andlega styrk í þennan leik því hann er erfiðari en fólk heldur."

Síðan Hamren tók við íslenska liðinu síðasta sumar hefur liðið ekki unnið einasta leik og þann sænska þyrstir núna í að fara að sjá það gerast og ekki bara gegn Andrra heldur í leiknum gegn heimsmeisturum Frakka á mánudeginum þar á eftir.

„Ég er búinn að vera þyrstur lengi," sagði hann. „Markmiðið okkar er að vinna. Við höfum ekki gert það lengi en ég er viss um að það mun koma. Markmiðið er að vinna í Andorra, það er klárt og markmiðið er að ná í tvo sigra í tveimur leikjum. Við eigum alltaf tækifæri þegar leikurinn hefst og við verðum að nýta það."
Athugasemdir
banner
banner
banner