Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 10:41
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur Vogum fær tvo efnilega frá FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Vogum er að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök í 2. deild og var að fá tvo efnilega Hafnfirðinga yfir til sín.

Annar þeirra er Brynjar Sigþórsson sem lék ellefu leiki fyrir Þrótt í fyrra. Hinn heitir Þórhallur Ísak Guðmundsson og er markvörður fæddur 1999.

Þeir hafa spilað með 2. flokki hjá FH síðustu ár en Þórhallur á eftir að spila keppnisleik í meistaraflokki.

Brynjar er framherji fæddur 1998 og hefur spilað æfingaleiki fyrir meistaraflokk FH.

„Stjórn Knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með tryggð þessara leikmanna sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum," segir í tilkynningu Þróttar.

Þróttur endaði um miðja 2. deild síðasta sumar og fékk 33 stig úr 22 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner