Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. ágúst 2018 16:07
Elvar Geir Magnússon
Albert Guðmunds til AZ Alkmaar (Staðfest)
Samningurinn er til 2022.
Samningurinn er til 2022.
Mynd: AZ Alkmaar
AZ Alkmaar hefur staðfest að Albert Guðmundsson sé genginn í raðir félagsins. Á heimasíðu félagsins er sagt að Albert eigi að koma með aðrar víddir í sóknarleik liðsins.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og get ekki beðið eftir að fara út á völlinn," segir Albert sem samdi til 2022 en hann var hjá PSV Eindhoven.

„Þeir sýndu mér mikinn áhuga og aðhyllast sóknarleik. Svo er hefð fyrir Íslendingum hérna og þeir hafa staðið sig vel. Ég talaði við nokkra fyrrum leikmenn sem voru hérna og þeir báru félaginu vel söguna."

Albert, sem er 21 árs, gaf það út eftir síðasta leik Íslands á HM að hann þyrfti að fá alvöru mínútur á þessari leiktíð. Albert var í leikmannahópi Íslands á HM í Rússlandi og spilaði gegn Króatíu.

Albert spilaði vel með varaliði PSV en tækifærin með aðalliðinu voru af skornum skammti.

AZ Alkmaar hafnaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur tvisvar orðið Hollandsmeistari, síðast 2009.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner