Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Keita Balde lánaður til Inter (Staðfest)
Keita Balde var í fimm ár hjá Lazio en er nú að mæta til Inter.
Keita Balde var í fimm ár hjá Lazio en er nú að mæta til Inter.
Mynd: Getty Images
Keita Balde er formlega gengin til liðs við Inter Milan frá Mónakó.

Þessi 23 ára gamli leikmaður kom til Milan síðastliðinn sunnudag og gekkst undir læknisskoðun aðeins ári eftir að hafa skipt yfir til Mónakó frá Lazio. Umboðsmaður hans hefur trú á því að leikmaðurinn sé að taka rétt skref og segir að hann muni springa út í Seria A.

Keita kemur til Inter á láni en félagið mun geta keypt hann þegar lánssamningurinn rennur út. Umboðsmaður leikmannsins þakkaði Mónakó fyrir að koma leikmanninum aftur af stað og er viss um að leikmaðurinn muni standa sig í Seria A.

Það þarf að þakka Mónakó. Þeir gáfu Keita eitthvað til að brosa yfir eftir vonbrigðin hjá Lazio,” sagði Roberto Calenda.

Ég er ekki hissa á að þeir hafi leyft honum að fara, samningurinn er góður fyrir alla. Leikmaðurinn hefur metnað til þess að spila í þessu landi þar sem hann ólst upp sem fótboltamaður. Hann er 23 ára, þetta er fullkominn tími til þess að gera þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner