Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 14. október 2021 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Sölvi Geir Ottesen, fyrirliða Víkings, í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA og jafnframt síðasti leikur Sölva á ferlinum.

Sölvi er 37 ára gamall varnarmaður, uppalinn Víkingur og sneri til baka úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2018.

„Mér líst mjög vel á þetta, búnar að vera tvær langar vikur en það fer að koma að þessu. Við Víkingar erum vel stemmdir, búnir að æfa vel og með spennustigið á réttum stað," sagði Sölvi.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og getur með sigri á laugardaginn unnið tvennuna. Hversu mikla þýðingu hefði það fyrir Sölva að enda ferilinn á því að vinna tvennuna?

„Það er náttúrulega rosalegur bónus að geta endað ferilinn bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Það hefur mikla þýðingu og ég geri allt í mínu valdi til að það gerist."

Hversu mikilvægt er að fá góðan stuðning úr stúkunni?

„Það er gífurlega mikilvægt eins og hefur sýnt sig hjá okkur Víkingum. Þeir eru búnir að vera frábærir og eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið. Ég vona að þeir mæti á völlinn og haldi áfram að styðja okkur því það hjálpar okkur leikmönnum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner