banner
   mið 15. ágúst 2018 15:16
Magnús Már Einarsson
Axel Óskar til Viking á láni (Staðfest) - Framlengir við Reading
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Viking hefur fengið U21 árs landsliðsmanninn Axel Óskar Andrésson á láni frá Reading en lánssamningurinn gildir til áramóta.

Axel framlengdi samning sinn við Reading um eitt ár, eða til sumarsins 2020, áður en hann fór á lán.

Hinn tvítugi Axel spilaði fyrstu leiki sína með aðalliði Reading í enska deildabikarnum á síðasta tímabili en hann hefur áður farið til Bath City og Torquay United á láni í ensku neðri deildunum.

Viking féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra en liðið er í 3. sæti í norsku B-deildinni í augnablikinu, stigi á eftir Mjöndalen í 2. sætinu.

Axel Óskar spilaði í yngri flokkum Aftureldingar en Reading fékk hann í sínar raðir árið 2014. Axel á níu leiki að baki með U21 árs landsliðinu en hann hefur skorað tvö mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner