Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 15. ágúst 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ola Aina lánaður frá Chelsea til Torino (Staðfest)
Ola Aina er farinn til Torino.
Ola Aina er farinn til Torino.
Mynd: Getty Images
Varnarmaður Chelsea, Ola Aina hefur gengið frá lánssamningi við Torino á Ítalíu.

Þessi ungi enski hægri bakvörður varði hluta síðasta tímabils á láni hjá Hull City í Championship deildinni. Hann er nú mættur í Seria A sem er mun stærri vettvangur.

Það verður spennandi að fylgjast me Aina í vetur en hann er einungis 21. árs gamall og þykir mikið efni. Torino þekkir það vel að vera með enska leikmenn í sínum röðum en Joe Hart spilaði með liðinu tímabilið 2016-2017.

Aina spilaði 42 leiki með Hull City á síðasta tímabili og stóð sig vel. Torino endaði í 9. sæti á síðasta tímabili og mun Aina berjast við Lorenzo De Silvestri um byrjunarliðsstöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner