mið 15. ágúst 2018 10:31
Magnús Már Einarsson
Sísí Lára til Lilleström (Staðfest)
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gengið til liðs við Lilleström í Noregi en frá þessu er greint á vef ÍBV. Samningur Sísí Láru við Lilleström er til áramóta og verður þá endurskoðaður.

Lilleström er í langefsta sæti í norsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið alla fjórtán leiki sína á tímabilinu. Lilleström er með tólf stiga forskot á Klepp sem er í 2. sætinu þegar átta umferðir eru eftir.

„Þetta er mikill heiður fyrir Sísí Láru sem hefur um árabil verið ein af bestu leikmönnum íslensku deildarinnar. Sísí Lára flaug til Noregs í gær og eftir að hafa skoðað allar aðstæður skrifaði hún undir samninginn," segir á vef ÍBV.

„Hjá Lilleström er mikill metnaður fyrir kvennaknattspyrnu og allt starf þar og aðstæður til mikillar fyrirmyndar. ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur."

Sísí,s em er miðjumaður, hefur verið burðarás í liði ÍBV í Pepsi-deildinni undanfarin ár en hún er á sínu tíunda tímabili í meistaraflokki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára.

Sísí á einnig að baki þrettán landsleiki en hún var í liðinu sem fór á EM í fyrra.

ÍBV er í 5. sæti í Pepsi-deild kvenna og siglir nokkuð lygnan sjó en Sísí verður ekki með liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner