Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. nóvember 2018 10:47
Arnar Helgi Magnússon
Jonathan Glenn aftur í ÍBV (Staðfest)
Glenn í leik með Fylki í sumar.
Glenn í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Jonathan Glenn er gengin til liðs við ÍBV frá Fylki en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV nú rétt í þessu.

Glenn gerir tveggja ára samning við félagið.

Jonathan þekkir hvern krók og kima í Vestmanneyjum en hann gekk til liðs við félagið fyrst 2014. Hann lék þá með liðinu tvö tímabil áður hann fór til Breiðablik og lék einnig tvö tímabil þar.

Glenn var sjóðandi heitur fyrra tímabilið sitt með Breiðablik en hann skoraði átta mörk í níu leikjum. Síðara tímabilið gekk ekki eins vel og því ákvað hann að færa sig um sett.

Hann gekk til liðs við Fylki fyrir þetta tímabil og skoraði sex mörk í þrettán leikjum.

„ÍBV bindur miklar vonir við þennan markaskorara," segir á heimasíðu ÍBV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner