banner
   fim 15. nóvember 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theódór Elmar yfirgefur Elazigspor (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason er búinn að yfirgefa herbúðir tyrkneska B-deildarfélagsins Elazigspor.

Þetta staðfestir hann á Twitter í kvöld.

„Ég er mjög sorgmæddur að tíma mínum hjá Elazigspor hafi lokið svona. Ég kynntist mikið af stórkostlegu fólki hérna, hér hef ég eignast vini til lífstíðar. Ég vona að liðinu muni ganga vel án mín," skrifar Elmar.

„Núna mun ég finna mér nýtt verkefni. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum í Elazig."

Í viðtali við Fótbolta.net í september sagði Elmar að félagið ætti í miklum fjárhagsvandræðum. Það spilar mögulega inn í þessa ákvörðun.

Theódór Elmar er 31 árs gamall og á 41 landsleik fyrir Ísland. Hann hefur leikið með Elazigspor frá því í fyrra. Hann hefur einnig leikið með Celtic, Lyn, Göteborg, Randers og AGF á atvinnumannaferli sínum. Hann er uppalinn hjá KR.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner