Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 11:13
Ívan Guðjón Baldursson
Monchi kominn heim til Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sevilla er búið að ráða Monchi sem yfirmann knattspyrnumála hjá sér en hann gengdi starfinu í 17 ár áður en hann hélt til AS Roma sumarið 2017.

Monchi er maðurinn sem kom Sevilla á kortið og átti stóran þátt í að breyta gengi liðsins í kringum aldamótin.

Monchi var varamarkvörður Sevilla en lagði hanskana á hilluna 30 ára til að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála. Eftir þessa breytingu fór Sevilla úr því að vera fallbaráttulið yfir í að berjast um titla á nokkrum árum.

Hann fékk fjögurra ára samning hjá Roma en yfirgaf félagið eftir að Eusebio Di Francesco var rekinn. Arsenal var orðað sterklega við hann í kjölfarið en hann tók ákvörðun um að halda aftur heim.



Athugasemdir
banner
banner
banner