fös 17. ágúst 2018 13:15
Elvar Geir Magnússon
Castillejo og Laxalt orðnir leikmenn Milan (Staðfest)
Carlos Bacca kominn í eigu Villarreal
Samu Castillejo.
Samu Castillejo.
Mynd: Getty Images
Laxalt (til hægri) í leik með úrúgvæska landsliðinu.
Laxalt (til hægri) í leik með úrúgvæska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn og um leið tilkynnt að ekki muni fleiri koma í þessum glugga. Nýju mennirnir tveir verða formlega kynntir í dag ásamt Tiemoue Bakayoko sem kemur á láni frá Chelsea.

Vængmaðurinn Samu Castillejo, 23 ára, kemur frá Villarreal. Sem hluti af samningnum gengur sóknarmaðurinn Carlos Bacca alfarið í raðir Villarreal. Bacca var á láni hjá Villarreal á síðasta tímabili.

Castillejo er örvfættur og spilaði þrjú tímabil með Villarreal, skoraði 11 mörk og átti 15 stoðsendingar í 127 leikjum.

Þá er úrúgvæski vinstri bakvörðurinn Diego Laxalt einnig orðinn leikmaður Milan. Laxalt er 24 ára og kemur frá Genoa en hann er fyrrum leikmaður Inter.



Athugasemdir
banner
banner