Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Joel Campbell til Frosinone (Staðfest)
Campbell fagnar marki í leik með Arsenal.
Campbell fagnar marki í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Joel Campbell, framherji Arsenal, hefur samið við ítalska félagið Frosinone eftir sjö ár hjá Skyttunum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson samdi á dögunum við Frosinone og Campbell er nýr liðsfélagi hans. Campbell er frá Kosta Ríka en hann samdi við Arsenal árið 2011.

Campbell hefur ekki náð að festa sig í sessi í aðalliði Arsenal en hann hefur á ferli sínum farið til FC Lorient, Olympiakos, Villarreal, Sporting Lisbon og Real Betis á láni.

Samtals hefur Campbell skorað þrjú mörk í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal.

Frosinone mætir Atalanta í fyrstu umferðinni í Serie A á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner