Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. apríl 2019 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex McLeish rekinn sem landsliðsþjálfari Skotlands (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skotlands, var rétt í þessu látinn taka poka sinn.

Ákvörðunin um að reka McLeish hefur legið í loftinu eftir hræðilegt tap Skotlands gegn Kasakstan í fyrsta leik Skota í undankeppni EM allsstaðar. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Kasakstan.

McLeish byrjaði vel sem þjálfari Skotlands og stýrði liðinu til sigurs í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Tapið gegn Kasakstan fannst yfirmönnum hans ekki boðlegt og í kjölfarið á þeim leik gekk liðinu illa að ganga frá San Marínó í öðrum leik liðsins í undankeppninni.

Ekki er ljóst hvern skoska knattspyrnusambandið fær til þess að taka við liðinu af McLeish.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner