Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. apríl 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Sindri Scheving lánaður í Þrótt R. (Staðfest)
Sindri Scheving hefur verið lánaður í Þrótt.
Sindri Scheving hefur verið lánaður í Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Sindri Scheving hefur verið lánaður í Þrótt Reykjavík sem leikur í Inkasso-deildinni frá Víkingi R.

Sindri er 22 ára vinstri bakvörður sem lék 13 leiki með Víkingum í deild og bikar síðasta sumar.

Tímabilið 2017 lék hann 21 leik með Haukum í Inkasso-deildinni en Sindri er uppalinn í Val. Hann á 35 unglingalandsleiki að baki þar af þrjá leiki með U-21 árs landsliðinu.

Þróttur mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum í dag klukkan 13:00 og gæti Sindri leikið sinn fyrsta leik með nýju liði í dag.

Komnir:
Andri Jónasson frá ÍR
Ágúst Leó Björnsson frá ÍBV
Gunnar Gunnarsson frá Haukum
Lárus Björnsson frá Stjörnunni
Njörður Þórhallsson frá KV
Þorsteinn Örn Bernharðsson frá KR (Á láni)
Sindri Scheving frá Víkingi (Á láni)

Farnir:
Egill Darri Makan í FH (var á láni)
Emil Atlason í HK
Finnur Tómas Pálmason í KR (var á láni)
Kristófer Konráðsson í Stjörnuna (var á láni)
Logi Tómasson í Víking R. (var á láni)
Óskar Jónsson í Breiðablik (var á láni)
Teitur Magnússon í FH (var á láni)
Viktor Jónsson í ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner