banner
   fim 18. október 2018 15:07
Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í Fylki (Staðfest)
Cecilía og Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis.
Cecilía og Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fylkir
Fylkir hefur gert samkomulag við markvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur um að hún gangi til liðs við félagið, en hún kemur frá Aftureldingu.

Cecilía, sem er fædd 2003, er að margra mati einn efnilegasti markvörður landsins og erum við Fylkisfólk í skýjunum með þennan öfluga liðsstyrk.

Þrátt fyrir ungan aldur spilaði Cecilía 13 leiki í Inkasso-deildinni í sumar og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía er markvörður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað 6 leiki með liðinu.

„Cecilía hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 21 meistaraflokksleik í deild og bikar. Hún smellpassar inn í ungt og efnilegt lið okkar og erum við virkilega ánægð með að hafa fengið hana til liðs við okkur. Þá langar mig fyrir hönd félagsins að þakka Aftureldingu sérstaklega fyrir gott samstarf vegna félagaskipta leikmannsins" segir Kolbrún Arnardóttir í meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner