Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. október 2018 10:09
Elvar Geir Magnússon
Gonzalo Zamorano til ÍA (Staðfest)
Zamorano var valinn á bekkinn í liði ársins í Inkasso-deildinni.
Zamorano var valinn á bekkinn í liði ársins í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar ÍA í Pepsi-deildinni hafa fengið til sín nýjan leikmann en það er Spánverjinn Gonzalo Zamorano sem var lykilmaður hjá Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni í sumar.

Zamorano er sóknarleikmaður sem skrifaði undir tveggja ára samning við ÍA.

ÍA verður þriðja félag Gonzalo á Íslandi, en auk þess að hafa gert 10 mörk í Inkasso deild með Víking Ólafsvík raðaði hann inn mörkum fyrir Huginn í 2. deildinni.

Gonzalo, sem fæddur 11.júní 1995 í Madríd á Spáni, segist í samtali við heimasíðu ÍA vera gríðarlega spenntur fyrir því að sanna sig í Pepsi deildinni og er mikil tilhlökkun fyrir samstarfinu við Jóhannes Karl, þjálfara meistaraflokks.

„Ég er ánægður með að hafa skrifað undir minn fyrsta samning við ÍA. Ég get ekki beðið eftir tímabilinu og þessari nýju áskorun," sagði Gonzalo við undirritun samningins.

ÍA vann Inkasso-deildina í sumar og er komið aftur í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner