fim 18. nóvember 2021 23:02
Brynjar Ingi Erluson
„Mike kom með þessa hugmynd og hringdi í Enes"
Sigurður Gísli Bond Snorrason er hér ásamt Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara liðsins og Gísla Elvari Halldórssyni, formanni meistaraflokksráðs
Sigurður Gísli Bond Snorrason er hér ásamt Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara liðsins og Gísla Elvari Halldórssyni, formanni meistaraflokksráðs
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Sigurður Gísli Bond Snorrason, nýr leikmaður Aftureldingar, var hæst ánægður með að skrifa undir tveggja ára samning við félagið í kvöld en hann ræddi við Kjartan Helga Ólafsson eftir undirskrift.

Þessi 26 ára gamli kantmaður hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Þrótt Vogum í byrjun október eftir að hafa komið liðinu upp í Lengjudeildina.

Það höfðu nokkur félög áhuga á að fá hann en það var Mikael Nikulásson, fyrrum samstarfsmaður hans í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, sem fékk hugmyndina að því að hafa samband við Aftureldingu og þá fór boltinn að rúlla.

„Það voru nokkur en ekkert rosalega mörg ef ég á að vera hreinskilinn."

„Þetta byrjaði þannig með að Mike (Mikael Nikulásson) fékk þessa hugmynd og hringdi í Enes (Cogic) og spurði hvort ég mátti koma og æfa hérna. Maggi hringdi svo í mig og bauð mér á æfingar en honum leist nú ekkert of vel á mig fyrst og ætlaði að skoða þetta um áramótin en svo allt í einu vildu þeir gera samning þannig ég er mjög sáttur," sagði Sigurður.

Sjá einnig:
Siggi Bond í Aftureldingu (Staðfest)


Athugasemdir
banner
banner
banner