Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. janúar 2023 15:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yann Sommer til Bayern (Staðfest)
Mynd: Bayern Munchen
Markvörðurinn Yann Sommer er genginn í raðir Bayern Munchen og hefur skrifað undir samning fram á sumarið 2025.

Bayern hefur verið í markvarðarleit eftir að Manuel Neuer slasaði sig á skíðum og ljóst að hann verður ekki meira með á tímabilinu.

Yann Sommer var mikið orðaður við Manchester United síðasta sumar en ekkert var úr því að hann var fenginn til Manchester. Hjá Bayern mun hann berjast við Sven Ulreich um aðalmarkvarðarstöðuna út tímabilið.

Sommer sem er landsliðsmarkvörður Sviss, er 34 ára gamall, og kemur frá Gladbach þar sem hann hefur verið frá árinu 2014. Gladbach ætlaði sér ekki að selja Sommer í glugganum en lét eftir að lokum.

Jonas Omlin hjá Montpellier er að ganga í raðir Gladbach og mun leysa Sommer af hólmi. Omlin er 29 ára gamall og á að baki fjóra landsleiki fyrir Sviss.


Athugasemdir
banner
banner
banner