Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 16:39
Ívan Guðjón Baldursson
Aðstoðarþjálfari Ajax tekur við Hoffenheim (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Hoffenheim er búið að staðfesta ráðningu Alfred Schreuder sem aðalþjálfara félagsins. Hann tekur við í sumar og skrifar undir samning sem gildir í þrjú ár.

Schreuder er Hollendingur og starfaði sem aðstoðarþjálfari Hoffenheim í þrjú ár áður en hann hélt til Ajax í fyrra.

Í tvö ár starfaði hann undir stjórn Julian Nagelsmann sem yfirgefur Hoffenheim í sumar til að taka við RB Leipzig.

Schreuder lék sem atvinnumaður í Hollandi þar til hann lagði skóna á hilluna 2009 og hefur síðan þá verið aðstoðarþjálfari hjá Vitesse og Twente. Hann hefur ekki mikla reynslu að baki sem aðalþjálfari en hann var rekinn frá Twente eftir að hafa fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum við stjórn í byrjun tímabils 2015-16.

Hoffenheim er í áttunda sæti þýsku deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner