Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. apríl 2019 13:01
Hafliði Breiðfjörð
Castillion gengur í raðir Fylkis (Staðfest)
Castillion í leik með FH í fyrrasumar.
Castillion í leik með FH í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion er genginn í raðir Fylkis en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil. Eftir tímabilið verður hann svo samningslaus frá FH.

Þú getur keypt Castillion í þitt draumalið. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Hann æfði með FH í janúar en síðan þá hefur félagið ekki viljað sjá hann á æfingum þrátt fyrir að greiða ennþá laun hans.

Honum hefur verið sagt að finna sér annað félag og það tókst svo í dag þegar Fylkismenn tryggðu sér starfskrafta þessa öfluga framherja.

Hinn 27 ára gamli Castillion sló í gegn með Víkingi í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði ellefu mörk í sextán leikjum. Í kjölfarið gerði hann tveggja ára samning við FH en sá samningur rennur út um næstu áramót.

Castillion náði sér ekki á strik hjá FH fyrri hluta síðasta tímabils en hann skoraði einungis eitt mark í tíu leikjum í Pepsi-deildinni áður en hann fór aftur í Víking á láni. Þar fann hann sig og skoraði sex mörk í átta leikjum.

Athugasemdir
banner