Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 19. september 2018 20:17
Egill Sigfússon
Túfa: Búin að vera mjög erfið vika fyrir mig
Túfa þjálfari KA
Túfa þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KA heimsótti Stjörnuna á Samsung-völlinn í kvöld og gerði 1-1 jafntefli í 20.umferð Pepsí-deildar karla. Srdjan Tufegdzig þjálfari KA manna virðir stigið þótt hann hefði viljað klára leikinn í stöðunni 1-0.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KA

„Mér fannst KA spila flottan leik í dag, hörkuleik og eina sem situr í mér er að við fengum dauðafæri í stöðunni 1-0 til að sigla þessu heim en á endanum virði ég þetta stig enda eitt besta lið á landinu."

Túfa er að hætta með liðið eftir tímabilið og segir að liðið sé tilbúið að fara á næsta stig og muni gera það á næstu árum.

„Mér finnst þessir leikir sýna hvað við erum búnir að gera góða hluti fyrir norðan síðan ég tók við. Það vantar þennan herslumun uppá til að fara með liðið á næsta stig og ég hef engar áhyggjur af öðru en að það gerist."

Túfa viðurkennir að þessi vika hafi verið erfið fyrir sig enda er hann að kveðja lið sem hann hefur verið hjá í að verða 13 ár. Túfa gengur stoltur frá borði og þakkar KA fyrir frábær ár.

„Þessi vika var rosalega erfið fyrir mig ef ég að segja eins og er, maður er búinn að fá ótal skilaboð og símtöl frá fólki sem vil ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. Ég er þannig maður að ég vil ganga stoltur frá borði og klára þetta vel. Mér fannst þessi þrjú ár vera magnað afrek hjá öllum sem vinna í kringum félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner