fös 20. janúar 2023 15:39
Elvar Geir Magnússon
Trossard kominn í Arsenal treyjuna (Staðfest)
Velkominn til norður Lundúna!
Velkominn til norður Lundúna!
Mynd: Getty Images
Leandro Trossard er formlega orðinn leikmaður Arsenal, toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar. Belgíski landsliðsmaðurinn er keyptur frá Brighton og gerir langrímasamning við Arsenal. Hann verður í treyju númer 19 á Emirates vellinum.

Trossard er 28 ára vængmaður og var í belgíska landsliðinu á HM í Katar. Hann hefur skorað sjö mörk í sextán úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili, þar á meðal þrennu gegn Liverpool á Anfield í október.

„Það er gott starf hjá öllum hjá félaginu að klára kaupin á Leandro. Hann er fjölhæfur leikmaður með mikla tæknilega getu, er klókur og með mikla reynslu úr úrvalsdeildinni og landsliðinu,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal. „Leandro styrkir leikmannahóp okkar fyrir seinni hluta tímabilsins."

Öll pappírsmál hafa verið kláruð og Trossard ætti að vera löglegur fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner