Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. júlí 2021 10:11
Fótbolti.net
KSÍ fundar vegna frétta af Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum RÚV mun KSÍ funda í dag vegna frétta þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um að enskur úrvalsdeildarleikmaður hafi verið handtekinn og í morgun greindi mbl.is frá því að samkvæmt sínum heimildum sé um að ræða Gylfa.

Fram kom í útvarpsfréttum RÚV klukkan 10 að Knattspyrnusamband Íslands myndi funda vegna málsins í dag.

Gylfi, sem spilar fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið fremsti fótboltamaður Íslands í langan tíma og hefur leikið 78 landsleiki og skorað 25 mörk.

Slúðursögur hafa gengið um Gylfa á samfélagsmiðlum undanfarna daga og í gær varð málið að umfjöllunarefni fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner