Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   þri 20. desember 2022 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar loksins kominn með félag - Aftur til Rúmeníu (Staðfest)
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er búinn að skrifa undir samning við Voluntari í Rúmeníu.

Rúnar Már yfirgaf Cluj í Rúmeníu fyrr á þessu ári, nánar tiltekið í maí. Hann hefur síðan þá verið félagslaus en það voru fréttir um það síðasta sumar að nafn hans hafi verið á blaði í tölvupósti aðgerðarhópsins Öfgar vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrota.

Rúnar, sem er 32 ára gamall, hefur komið víða við á sínum ferli; hann hefur spilað Svíþjóð, Sviss, Kasakstan og Rúmeníu - auk þess að leika hér heima með HK og Val.

Þá hefur Rúnar spilað 32 A-landsleiki með Íslandi og skorað í þeim tvö mörk.

Hann hefur undanfarna mánuði verið að æfa með ÍA hér heima en heldur núna aftur til Rúmeníu. Voluntari er í níunda sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar af 16 liðum.
Athugasemdir
banner
banner