Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. janúar 2023 09:56
Brynjar Ingi Erluson
Craig Dawson til Wolves (Staðfest)
Craig Dawson er mættur í Úlfabúninginn
Craig Dawson er mættur í Úlfabúninginn
Mynd: Wolves
Enski varnarmaðurinn Craig Dawson gekk í dag til liðs við Wolves frá West Ham fyrir 3,3 milljónir punda.

Þessi 32 ára gamli leikmaður var ekki í leikmannahópi West Ham gegn Wolves fyrir viku eftir að hann óskaði eftir því að yfirgefa félagið.

Dawson spilaði með West Ham í þrjú ár þar sem hann spilaði 64 leiki í úrvalsdeildinni en áður lék hann með WBA og Watford í efstu deild og á 246 leiki í deildinni.

West Ham samþykkti 3,3 milljón punda tilboð Wolves á dögunum og í gær stóðst hann læknisskoðun áður en hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning í dag.

Wolves kynnti leikmanninn í morgun og er hann því fjórði leikmaðurinn sem félagið fær í þessum glugga á eftir Matheus Cunha, Mario Lemina og Pablo Sarabia.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner