Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. ágúst 2021 22:45
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Jesus og Lukaku fremstir
Manchester City náði í sín fyrstu stig á tímabilinu með því að rúlla yfir nýliða Brighton og Liverpool er með fullt hús eftir tvær umferðir en liðið vann sannfærandi sigur gegn Burnley.

Brentford gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace en fjörið var talsvert meira þegar Leeds og Everton skildu jöfn 2-2.

Brighton byrjar á tveimur sigurleikjum en liðið lagði Watford, Sama á við um Tottenham og Chelsea sem unnu Wolves og Arsenal. Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton og magnað mark Danny Ings hjálpaði Aston Villa að leggja Newcastle 2-0.

Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner