Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. september 2018 16:38
Arnar Sigþórsson
Brynjar Skúlason hættur með Hugin (Staðfest)
Brynjar er hættur með Hugin.
Brynjar er hættur með Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huginn fellur úr 3. deild.
Huginn fellur úr 3. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Brynjar Skúlason er hættur sem þjálfari Hugins en þetta staðfesti hann eftir 4-0 tap gegn Gróttu

„Nei ég verð ekki áfram með liðið ég er hættur," sagði Brynjar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Huginn endar í botnsæti 2. deildar karla með aðeins sex stig. Liðið var fallið fyrir leikinn í dag.

Mikið vafamál hefur verið í kringum Huginn síðustu daga eftir að ákveðið var að spila skyldi leik Huginsmanna við Völsung aftur. Liðin mættust fyrst í ágúst og þá hafði Huginn betur 2-1 en afrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna vegna dómaramistaka sem áttu sér stað í leiknum og vegna skýrslugerðar dómara eftir leikinn.

Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram á miðvikudag, klukkan 16:30 en hann var ekki spilaður.

Í dómsuppkvaðningu kom fram að leikurinn ætti að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en hann var færður á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins mættu þess í stað á Seyðisfjarðarvöll eins og sagði til um í dómi KSÍ. Völsungi var dæmdur 3-0 sigur.

Sjá einnig:
Huginn ekki sagt sitt síðasta - Var Fellavöllur leikfær

Huginn þarf að leita sér að nýjum þjálfara fyrir baráttuna í 3. deild á næsta tímabili en hvernig fannst Brynjari leikurinn í dag?

„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik, skoruðum eitt mark sem var dæmt af, en þetta hrundi í seinni hálfleik. Þetta var bara lélegt eins og sumarið er búið að vera."
Athugasemdir
banner
banner
banner