Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2018 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Jónsson hættur með Leikni F. - Tilkynnti það fyrir leik (Staðfest)
Viðar Jónsson er hættur með Leikni F.
Viðar Jónsson er hættur með Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Jónsson er hættur að þjálfa Leikni F. en hann tilkynnti þetta eftir að tryggt liðinu áframhaldandi veru í 2. deildinni í dag. Þetta kemur fram á Austurfrétt.is.

Viðar tók við Leikni F. árið 2013 og hefur gert ótrúlega hluti en liðið var í 3. deildinni þegar hann tók við. Hann kom liðinu alla leið upp í Inkasso-deildina.

Nú leikur liðið í 2. deild en það tryggði sér áframhaldandi veru þar með 3-0 sigri á Víði í dag. Viðar tilkynnti þó eftir leikinn að hann yrði ekki áfram með liðið.

Ég peppaði strákana líka með því að láta þá vita fyrir leikinn að ég væri hættur eftir fimm ára starf og bað þá um að gefa mér það í kveðjugjöf. Þeir gerðu það sannarlega, við hefðum getað skorað átta eða tíu mörk í dag," sagði Viðar Jónsson við Austurfrétt.is.

„Ég er stoltur af því sem ég hef gert og af leikmönnunum. Þetta hefur verið skemmtileg vegferð að taka þátt í að koma svona litlu félagi upp í næst efstu deild, sem er jafnvel of stór fyrir félagið."

„Mér finnst hins vegar vera kominn tími á breytingar, bæði hjá mér og liðinu. Ég hefði kannski átt að hætta eftir tímabilið í fyrra, mér fannst ég ekki getað ná mikið meiru út úr liðinu. Þegar sem verst gekk það sumar komu upp þær hugsanir að rétt væri að hætta en stjórnin sannfærði mig um að klára verkefnið og ég gerði það því ég fann traustið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner