Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. október 2018 12:01
Elvar Geir Magnússon
Gummi Magg kominn í ÍBV (Staðfest)
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: ÍBV
Guðmundur Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Guðmundur er 27 ára sóknarmaður og kemur frá uppeldisfélaginu sínu Fram. Hann skoraði 22 mörk í deild og bikar fyrir Fram á síðasta tímabili í Inkasso-deildinni.

„ÍBV býður Guðmund og hans fjölskyldu velkomin til Vestmannaeyja," segir á heimasíðu ÍBV.

Guðmundur fylgir Pedro Hipolito, portúgalska þjálfaranum sem stýrði Fram. Pedro tók við ÍBV eftir að Kristján Guðmundsson tilkynnti að hann yrði ekki áfram.

Guðmundur hefur meðal annars spilað með HK og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. Hann bar fyrirliðabandið hjá Fram og seint á tímabilinu vakti viðtal við hann mikla athygli þar sem hann lýsti erfiðu ástandi innan Fram.

ÍBV hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner