Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea og West Ham, hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Sambíu.
Hann hefur skrifað undir tveggja árr samning en fótboltasambandið í Sambíu tilkynnti þetta í dag.
„Ég var að leita að rétta verkefninu og þess vegna valdi ég Sambíu. Við erum búnir að setja okkur markmið sem við viljum afreka," segir Grant.
Hann hefur áður stýrt landsliði í Afríku en undir hans stjórn endaði Gana í öðru sæti í Afríkumótinu árið 2015.
Hinn 67 ára gamli Grant er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea þar sem honum tókst meðal annars að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir