Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingalandsliðskona úr KR í HK (Staðfest)
Telma Steindórsdóttir í leik með KR.
Telma Steindórsdóttir í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Steindórsdóttir hefur skrifað undir samning við HK og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

HK tilkynnti þetta í dag. „Knattspyrnudeild HK hefur samið við Telmu Steindórsdóttur og gildir samningurinn til tveggja ára."

Telma kemur til HK frá KR sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Telma er sautján ára gömul og lék átta leiki með KR í Bestu deildinni í sumar.

Telma kom til KR frá Danmörku um mitt tímabil - eftir að hafa leikið með KH og yngri flokkum Vals síðustu ár - og skrifaði undir samning sem átti að gilda út næsta tímabil en hún rifti honum eftir að tímabilinu lauk. Telma lék sem miðvörður og vinstri bakvörður hjá KR-ingum.

Hún á að baki alls fimm leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands, en hún fór á dögunum á reynslu til Lilleström sem leikur í norsku úrvalsdeildinni.

Núna hefur hún gengið til liðs við HK sem ætlar sér eflaust upp á næstu leiktíð. „Telma er frábær viðbót við okkar sterka leikmannahóp og við bjóðum hana hjartanlega velkomna til félagsins."
Athugasemdir
banner
banner