Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. mars 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað varð um þá sem Mancini fékk til Man City?
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure.
Yaya Toure.
Mynd: Getty Images
David Silva.
David Silva.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Roberto Mancini var ráðinn til Manchester City stuttu eftir að Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum keypti félagið.

Mancini var stjóri Man City frá 2009 til 2013. Hann tók við þegar félagið var að verða eitt það besta í Englandi. Hann vann Englandsmeistaratitil og bikarmeistaratitil.

Mancini fékk að versla nokkra leikmenn til félagsins. Manchester Evening News tók saman lista yfir þá leikmenn sem komu til City á tíma Mancini. Hér er sá listi:

Patrick Vieira - Kom á frjálsri sölu. Var í 18 mánuði hjá City áður en hann lagði skóna á hilluna. Var áfram hjá félaginu sem þjálfari unglingaliðsins. Er í dag stjóri Nice í Frakklandi.

Adam Johnson - Losnaði úr þriggja ára fangelsi í gær. Var dæmdur fyrir að brjóta á stúlku undir lögaldri.

Edin Dzeko - Framherji sem er enn að gera góða hluti. Er á þriðja tímabili hjá Roma og hefur skorað 85 mörk - 13 fleiri en hann gerði fyrir City.

Yaya Toure - Einn besti leikmaður í sögu City. Er án félags eftir að hafa yfirgefið Olympiakos í desember.

Mario Balotelli - Af hverju alltaf ég? Vandræðagemsi sem vakti mikla athygli hjá City, þá helst fyrir hegðun utan vallar. Er í dag að skora mörk hjá Marseille.

David Silva - Annar leikmaður sem verður að teljast sem einn besti leikmaður í sögu City. Er enn hjá félaginu.

Aleksandar Kolarov - Fór til Roma þegar Pep Guardiola byrjaði að taka til í vörninni.

James Milner - Fór frítt til Liverpool 2015. Er þar í nokkuð stóru hlutverki.

Jerome Boateng - Náði aldrei að sanna sig hjá City. Hefur verið góður þjónn fyrir Bayern München, en er á niðurleið núna.

Sergio Aguero - Raðar enn inn mörkunum fyrir City.

Samir Nasri - Yfirgaf City 2017 og fór til Antalyaspor í Tyrklandi. Dvöl hans þar fór ekki alveg eftir plani og var hann dæmdur í bann fyrir að brjóta lyfjareglur. Hann samdi West Ham í janúar á þessu ári.

Stefan Savic - Eins og með Boateng, þá náði Savic ekki að sýna sitt besta hjá City. Er í dag hjá Atletico Madrid.

Gael Clichy - Fór á sama tíma og Kolarov. Spilar í dag Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.

Costel Pantilimon - Hávaxinn markvörður sem er á mála hjá Nottingham Forest eftir dvalir hjá Sunderland, Watford og Deportivo La Coruna.

Owen Hargreaves - Frábær leikmaður á sínum degi. Líkami hans var búinn að gefast upp þegar hann samdi við City.

Javi Garcia - Miðjumaður sem náði sér ekki á strik hjá City. Er í dag hjá Real Betis.

Matija Nastasic - Enn einn varnarmaðurinn sem ekki náði sér á strik hjá City. Hefur staðið sig vel hjá Schalke í Þýskalandi þar sem hann hefur verið síðan 2015.

Jack Rodwell - Var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga. Ferilinn verið á hraðri niðurleið undanfarin ár. Skúrkurinn í Sunderland 'Til I Die þáttunum á Netflix. Leikur í dag með Blackburn.

Scott Sinclair - Leikur með Celtic í Skotlandi.

Maicon - Var einn besti bakvörður sinnar kynslóðar. Var kominn yfir sitt besta þegar hann samdi við City. Lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári.

Richard Wright - Spilaði ekki einn leik fyrir City. Er í dag markvarðarþjálfari hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner