banner
   lau 23. mars 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba vill fara til Real
Mynd: Getty Images
Paul Pogba virðist ekki vera fullkomlega sáttur við lífið á Old Trafford. Pogba átti í miklum erjum við fyrrum stjóra United, Jose Mourinho og nú eru sögur á lofti að Pogba vilji yfirgefa klúbbinn.

Samkvæmt spænska blaðinu Marca langar Pogba frekar að halda til Real Madrid heldur en að skrifa undir nýjan samning við United.

Pogba sagði í vikunni að hann væri líklegur til þess að spila fyrir Real Madrid á einhverju stigi ferils síns. Pogba á rúm tvö ár eftir af samningi sínum við United og þarf félagið mögulega að ákveða sig fljótlega hvort það ætli að halda leikmanninum eða freista þess að fá sem mest fyrir hann.

Umboðsmaður Pogba, Mino Raiola er sagður tilbúinn að finna nýtt félag handa leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner