Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. apríl 2019 12:47
Elvar Geir Magnússon
Maggi Bö ráðinn vallarstjóri hjá KR (Staðfest)
Arnar Daði, fréttaritari Fótbolta.net, og Magnús Valur Böðvarsson á HM í Rússlandi í fyrra.
Arnar Daði, fréttaritari Fótbolta.net, og Magnús Valur Böðvarsson á HM í Rússlandi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Valur Böðvarsson, þekktasti vallarstjóri landsins, hefur sagt skilið við Kópavoginn og er orðinn vallarstjóri hjá KR.

Maggi Bö, eins og hann er kallaður, hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Kópavogsvöll undanfarin ár. Hann var valinn vallarstjóri ársins á Íslandi 2018.

Magnús Valur er menntaður í grasvallarfræðum og fór ekki leynt með óánægju sína með þá ákvörðun að setja gervigras á Kópavogsvöllinn.

KR opinberaði á Twitter að Magnús væri kominn til félagsins.

„Þetta er án gríns risa stórt fyrir KR. Hef fylgst með Magga lengi. Hann byrjaði á Álftanesvelli og sú vinna skilaði sér í falinni perlu, enda hafa mörg landslið æft þar. Til hamingju KR, þið voruð að næla ykkur í gullmola. Greinilegt að KR vill aðeins það besta," skrifaði Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður, á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner