Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. apríl 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Meðalstig á leik ráða Evrópusætum ef deild er aflýst (Staðfest)
Sheffield United er nýliði í ensku úrvalsdeildinni en gæti náð Evrópusæti.
Sheffield United er nýliði í ensku úrvalsdeildinni en gæti náð Evrópusæti.
Mynd: Getty Images
Ef deildir klárast ekki vegna kórónaveirunnar eiga meðalstig á leik að ráða úrslitum um hvaða lið fái Evrópusæti. UEFA staðfesti í dag að þessi regla hefði verið samþykkt.

Ef ensku úrvalsdeildinni verður aflýst munu Liverpool, Manchester City, Leicester og Chelsea þá fara í Meistaradeildina samkvæmt þessari reglu. Öll eru þau þegar í topp fjórum.

Manchester United og Sheffield United fá þá bein sæti inn í Evrópudeildina.

Sheffield United er fyrir aftan Wolverhampton Wanderers á markatölu en Úlfarnir eru búnir að leika leik meira og Sheffield því með fleiri stig að meðaltali í leik.

Ef tímabilinu er aflýst fer Wolves í forkeppni Evrópudeildarinnar en Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham missa af Evrópusæti.

Ef þessi regla verður notuð til að ákveða úrslit deildarinnar þá munu Norwich City, Aston Villa og Bournemouth falla. Liðin sem þegar eru í fallsæti.

En ef Evrópubann Manchester City mun standa þá myndi Manchester United fara upp í Meistaradeildarsæti, Wolves og Sheffield United beint í Evrópudeildina og Arsenal í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner