Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 23. apríl 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs stýrir ekki Wales á EM (Staðfest)
Stýrir ekki Wales á EM.
Stýrir ekki Wales á EM.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs mun ekki stýra karlalandsliði Wales á EM í sumar. Þetta var staðfest í dag eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast á tvær konur.

Giggs var settur í leyfi sem landsliðsþjálfari í nóvember á síðasta ári eftir að hann var sakaður um að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína Kate Greville, og aðra konu.

Giggs var handtekinn og síðar sleppt úr haldi en hann hefur núna verið ákærður. Hann neitaði sök í málinu þegar hann var handtekinn.

Hann mun mæta fyrir dóm í næstu viku, nánar tiltekið þann 28. apríl næstkomandi.

Robert Page mun stýra Wales á mótinu í sumar og aðstoðarþjálfari hans verður Albert Stuivenberg, sem er í þjálfarateymi Mikel Arteta hjá Arsenal. Page er fyrrum U21 landsliðsþjálfari Wales og starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Giggs með Wales frá 2019.
Athugasemdir
banner
banner