Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro Hipolito verður ekki áfram með Fram (Staðfest)
Pedro Hipolito tók við Fram á síðustu leiktíð.
Pedro Hipolito tók við Fram á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro og Ólafur.
Pedro og Ólafur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Pedro Hipolito mun ekki halda áfram sem þjálfari Fram í Inkasso-deildinni. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

Pedro tók við Fram á miðju síðasta tímabili af Ásmundi Arnarssyni og stýrði Fram í níundu sæti. Á sínu fyrsta heila tímabili með Fram stýrði Portúgalinn Fram aftur í níunda sæti.

Pedro kom óþekktur inn í íslenska knattspyrnu og óvíst er hvort hann verði áfram hér á landi. Hann er nýorðinn fertugur en hann stýrði liði Atletico CP í B-deildinni í heimalandi sínu áður en hann kom til Fram. Hann lék 52 með unglingalandsliðum Portúgal á sínum tíma. Rui Faria, þáverandi aðstoðarstjóri Manchester United, gaf Hipolito meðmæli áður en hann tók við Fram.

Ólafur Brynjólfsson sem var aðstoðarþjálfari Pedro mun heldur ekki halda áfram.

„Rekstur Fram í Inkassódeildinni hefur verið mjög þungur. Rekstrarumhverfi félaga í knattspyrnu á Íslandi er umhugsunarefni og mun erfiðara er að fá fjármagn en áður til að halda úti öflugu liði. Það þarf því að huga vel að öllum fjárhag og skuldbindingum. Einnig reynist erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa og hefur því mikil vinna færst á fáar hendur. Þetta kallar á ákveðnar breytingar," segir í tilkynningu frá Fram.

„Við ætlum að fara dálítið í grunnhugmyndafræðina og byggja lið okkar á ungum og efnilegum Frömurum. Ætlum að byggja innan frá og til framtíðar. Hugsanlega að taka eitt skref til baka áður en við getum tekið tvö áfram. Að auki verður farið í að skoða að fá til liðs við okkur leikmenn sem falla að hugmyndafræði Fram. Við munum einnig endurskoða allan rekstur og umgjörð kattspyrnudeildar. Í framhaldi af þessu hefur verið samþykkt stefna og markmið meistaraflokks karla til næstu ára sem verður birt á heimasíðu félagsins á næstu dögum. Það eru okkar væntingar að Fram muni eiga sæti í úrvalsdeild áður en um langt líður og þangað stefnum við, en þurfum að komast þangað á réttum forsendum."

„Pedro og Ólafi eru þökkuð kærlega þeirra góðu störf í þágu félagsins."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var í einlægu viðtali við Fótbolta.net í gær. Þar talaði hann vel um Hipolito.

Viðtalið má sjá hér að neðan.
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner