sun 24. mars 2019 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samsæriskenningar tengja fjarveru Lindelöf og Forsberg saman
Forsberg
Forsberg
Mynd: Getty Images
Lindelöf
Lindelöf
Mynd: Getty Images
John Guidetti
John Guidetti
Mynd: Getty Images
Emil Forsberg, leikmaður RB Leipzig og sænska landsliðsins, hefur yfirgefið landsliðið.

Aftonbladet í Svíþjóð segir Forsberg hafa yfirgefið landsliðið í mótmælaskyni. Forsberg var tekinn af velli í sigri Svía gegn Rúmenum. Forsberg fór af velli fyrir Gustav Svensson um miðbik seinni hálfleiks.

Sænska landsliðið neitaði fyrst að Forsberg hefði yfirgefið herbúðir þess en í morgun var staðfest að Forsberg hefði yfirgefið liðið vegna meiðsla.

Samsæriskenningar tengja þessar fréttir við fjarveru Victor Lindelöf, leikmanns Manchester United, í sænska landsliðinu. Lindelöf er ekki meiddur en hann og kona hans eiga von á barni á næstu dögum.

Kenningar eru á lofti um að fjarvera Lindelöf sé út af öðrum ástæðum. Umboðsmaður hans er Hasan Cetinkaya og er einnig umboðsmaður Forsberg. John Guidetti, leikmaður Alaves, var heldur ekki valinn í hópinn og er ótrúlegt en satt með sama umboðsmann og hinir tveir.

Robin Olsen markvörður sænska landsliðsins neitar að tala við fjölmiðla um þessar mundir. Hann er einnig með sama umboðsmann.

Það er einhver lykt af kergju í sænska hópnum og Svíar eru ekki hrifnir af stöðu mála eins og sjá má hér að neðan. Þar er talað um vanvirðingu hjá Lindelöf að mæta ekki í landsliðshópinn eftir að hafa verið valinn og bent á að allir þessir leikmenn eru með sama umboðsmanninn.






Athugasemdir
banner
banner
banner